Veruleg söluaukning á nautakjöti í janúar
28.02.2002
Í nýrri samantekt Landssamtaka sláturleyfishafa, sem birt er hér á vefnum undir liðnum „Kjötframleiðsla„, kemur fram að sala á nautakjöti jókst í janúar um 5,1% miðað við sama tíma og í fyrra. Þetta gerist á sama tíma og verulegur sölusamdráttur verður í öðrum kjöttegundum utan svínakjöts. Heildarstaða kjötsölu í janúar endaði í 3,8% samdrætti.
Niðurstaða uppgjörs síðustu 12 mánaða er einnig mjög jákvæð fyrir íslenska nautgripabændur, enda söluaukning á þeim tíma um 1,5% en á sama tíma er t.d. sölusamdráttur í kindakjöti upp á 7,7%. Eins og undanfarin misseri er þó alifuglakjötið í mestri sókn inn á íslenska markaðinn með rúmlega 14% söluaukningu á síðustu 12 mánuðum og þar á eftir kemur svínakjötið með 10% aukningu á síðustu 12 mánuðum.