Beint í efni

Veruleg framleiðslu- og söluaukning á nautgripakjöti í apríl

17.05.2002

Sala á nautgripakjöti í apríl sl. jókst verulega frá sama tíma í fyrra eða úr 246 tonnum í 295 tonn. Á bak við þessa söluaukningu er vöxtur í bæði ungnauta- og kúaslátrun, en alls var slátrað 2.021 grip í apríl sl. og var það 256 gripum fleira en á sama tíma í fyrra. Ennfremur er þónokkuð aukinn fallþungi í veigamestu flokkum.

 

Nánar má lesa um framleiðslu og sölu á nautgripakjöti í apríl 2002, sem og sundurliðun talna á undirsíðu vefsins: Kjötframleiðsla – Aprílyfirlit 2002