Beint í efni

Veruleg endurnýjun í kúabúskap á Suðurlandi

05.06.2002

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fækkun kúabúa á Suðurlandi og er fækkunin um 27% á sl. 6 árum. Þannig voru 453 kúabú í framleiðslu 1995 en í árslok 2001 voru 330 kúabú í framleiðslu. Þegar litið er hinsvegar til ábúendaskipta, kemur í ljós að á sl. 10 árum hafa átt sér stað ættliðaskipti á 70-80 búum að hluta eða öllu leiti.

Til viðbótar hefur á um 25 kúabúum orðið ábúendaskipti þar sem nýtt fólk hefur keypt búin.

 

Alls hefur því átt sér stað um 30% endurnýjun á sl. 10 árum á Suðurlandi, ef miðað er við þau fjós sem eru í notkun í dag.

 

Heimild: Fréttabréf BSSL (6 tbl. 2002)