Beint í efni

Verslunarkeðjur setja auknar velferðarkröfur

22.11.2012

Verslunarkeðjan Carrefour hefur nú hert verulega kröfur sínar um dýravelferð, en fyrirtækið er næst stærsta verslunarkeðja heimsins og með verslanir í mörgum löndum. Ákveðið hefur verið að frá og með desember í ár muni verslanir Carrefour í Belgíu eingöngu selja kjöt af gripum sem slátrað er með því að svifta þau meðvitund fyrir blóðgun.

 

Víða er það svo að það kjöt sem er í boði í verslunum er sk. ”Halal” vottað og er því kjöt sem þeir sem eru múslimatrúar geta borðað trúar sinnar vegna. Þetta er gríðarlega stór og mikilvægur hópur viðskiptavina en stórlega má efast um þá aðferð sem notuð er oft við slátrun gripanna, þ.e. blóðgun án þess að dýrin séu svift meðvitund.

 

Aðferð þessi er auðvitað frá þeim tíma er ekki voru til betri aðferðir og er því miður enn stunduð víða um heim. Nú hefur hinsvegar Carrefour tekið ákvörðun um að útihýsa þeim sláturhúsum sem ekki hefja slátrun á því að svifta dýrin meðvitund og mun þessi ákvörðun vonandi ýta við öðrum stórum aðilum á markaðinum til þess að gera slíkt hið sama. Í fyrstu nær ákvörðun Carrefour eingöngu við Belgíu en vafalítið bætast síðar önnur lönd við. Áður hafa stórverslanir eins og Lidl, Colruyt og Delhaize einnig tekið sambærilegar ákvarðanir/SS.