Beint í efni

Verjast þarf vargi í ræktunarlöndum

30.05.2022

Bændasamtök Íslands hafa sent umhverfisráðherra erindi þar sem farið er fram á heimild fyrir bændur til að verjast ágangi fugla í ræktunarlöndum. Samtökin telja þessa heimild nauðsynlega til að koma í veg fyrir verulegt uppskerutjón þar sem ágangur fugla er hvað verstur, auk þess sem verjast þurfi ágangi fugla í akra eigi kornrækt að vera fýsileg á Íslandi.

Fæðuöryggi á Íslandi verður eingöngu tryggt með öflugum og fjölbreyttum landbúnaði og þar mun ræktun túna og akra spila stóran þátt til framtíðar.

Sjá erindi sem sent var til ráðherra