Beint í efni

Verðvísitala afurðarverðs til nautgripabænda- VATN

24.09.2020

Aðferðafræðin

Verðvísitala afurðarverðs til Nautgripabænda (VATN) mælir fyrst og fremst þróun afurðarverðs UN nautgripa til bænda og er ætlað að mæla stöðu meðalafurðarverðs á hverjum tíma.  VATN tekur allar verðskrár sem voru í gildi fyrir UN gripi á hverjum tíma fyrir sig og vigtar þær út frá hlutföllum sláturgripa innan hvers sláturhúss fyrir sig og vigtar svo loks sláturhúsin saman út frá hlutdeild.  Þá eru hlutföll eftir mismunandi þyngdarflokkum einnig vigtuð saman eftir raunskiptingu og niðurstaðan er VATN talan.  VATN er þannig meðalverð fyrir UN gripi yfir landið í heild, en ekki einstaka sláturhús, vigtað eftir raunverulegu innleggi, hlutföllum og hlutdeild sláturleyfishafa.

Það var talið eðlilegt að vigta afurðarverðið eftir skiptingu gripa þar sem að verðskráin er hugsuð sem hvetjandi þar sem greitt er hæsta verð fyrir besta kjötið og svo koll af kolli.  Og það er raunar bara það sem þessari vísitölu er ætlað að sýna, vigtuðu meðalafurðarverði greitt í hverjum mánuði. Þess vegna geta bændur þokað meðalverðinu sem greitt er upp með því að skila betri gripum en einnig þokað því niður með því að skila verri gripum.  EF verðskrár eru teknar og einungis er reiknað meðalverð eftir þyngdarflokkum og svo fengið meðaltal út frá því, án þess að vigta það nokkuð eftir innleggi, þá kemur þessi mynd hér í ljós:

Hér má glögglega sjá að verðskrár hafa raunar aldrei hækkað að meðaltali, þrátt fyrir mögulegar smáhækkanir á einstaka flokka EUROP, frá ársbyrjun 2018.  Allur bati sem greina má 2019 kemur þar með til vegna betri ræktunar bænda.

Þá var ákveðið að einblína einungis á verðskrá fyrir ungneyti (UN) til að einfalda framsetningu frekar enda um langstærstan hluta sláturgripa að ræða.  Um 59% af þyngd allra sláturgripa 2019 og það sem af er 2020 kemur af UN gripum og því er það besta valið og gefur réttustu myndina. Þá er UN það sem verið er að rækta fyrst og fremst til slátrunar,  en næstir á eftir í heildarþyngd koma kýr (K) með um 25% og ungkýr (KU) með um 12% alls fallsþunga. Aðrir flokkar eru undir 10%.

Ástæða er að benda sérstaklega á að árið 2018 er verið að taka upp EUROP verðskránna og ber að skoða það ár í því samhengi. Af grafinu hér að neðan má sjá að verðið byrjar í um 760 kr. Í janúar 2018 en er komið í 687 kr. í sept 2020.

Ef þessi vítistala er núllstillt í 100 og þannig borin saman við vísitölu neysluverðs annarsvegar og undirvísitölu Hagstofunnar um nautgripaverð sést að þróunin hefur verið algjörlega gagnstæð, m.v. þær upplýsingar sem þar er að finna.

Ef þessi mynd er skoðuð með þróun verðskráa hér að ofan, má sjá að allur bati hefur komið til er vegna bættra gæða í ræktun bænda.  Bætingunum er hins vegar mætt með frekari lækkunum verðskráa sem þarfnast umræðu.

Markmið Landssambands kúabænda er að gefa út VATN ársfjórðungslega annarsvegar og í hvert skipti sem að breytingar verða á verðskrá afurðaverðs til nautgripabænda hinsvegar.

VATN er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og byggir á þeim gögnum sem LK hefur sankað að sér. LK ber ekki ábyrgð á áreiðanleika gagna sem fengin eru utan LK.

Allar frekari upplýsingar um aðferðarfærði, útreikninga eða mögulegar skekkjur í matinu er hægt að nálgast á í gegnum verkefnastjóra Landssambands kúabænda, Höskuld Sæmundsson, hoskuldur@naut.is.