Verður sett þak á stærð kúabúa?
09.03.2005
Jón Bjarnason, þingmaður VG, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á búvörulögunum þess efnis að sett verði þak á bústærðir í mjólkurframleiðslu hérlendis. Í tillögum Jóns segir: „Sami aðili getur að hámarki verið handhafi réttar til beingreiðslna sem svara til 1% af heildargreiðslumarki“. Þá leggur Jón jafnframt til að
gerð verði krafa um ábúð til að geta hlotið beingreiðslur: „Einkahlutafélag getur því aðeins verið handhafi réttar til beingreiðslna samkvæmt greiðslumarki að ábúandi á viðkomandi lögbýli eigi að minnsta kosti 10% hlutafjár og fari með að minnsta kosti 50% atkvæða í félaginu“.
Þess má geta að á umræðufundum kúabænda haustið 2003 voru ræddar hugmyndir um hámarksbústærð sem næmi 1% af landsframleiðslu og var þeim hugmyndum LK tekið af skilningi.