Beint í efni

Verður hægt að greina kúariðu í lifandi nautgripum?

20.05.2003

Samkvæmt upplýsingum úr dönskum fjölmiðlum er verið að vinna að nýstárlegri aðferð við kúariðugreiningar, sem gerir vísindamönnum kleyft að greina kúariðu í lifandi gripum, en hingað til hefur einungis verið hægt að greina kúariðu í sláturúrgangi.

Fyrirtækið sem vinnur að þróun aðferðarinnar hefur þegar fengið einkaleyfi fyrir framkvæmdinni, en aðferðin byggir á greiningum á blóðsýnum.

Ljóst má vera að ef tekst að greina kúariðu með þessum hætti, skapast algerlega ný skilyrði þar sem meðgöngutími kúariðu getur verið allt að tíu ár og þar með er ferlinu hraðað verulega. Þannig verður jafnframt unnt að greina einkennalausa gripi strax í upphafi.