Verðskrár sláturleyfishafa og verðlíkan LK uppfært
03.01.2008
Verðskrá sláturleyfishafa hefur verið uppfærð á vef LK. Verð til bænda hefur raunar ekki tekið neinum breytingum síðan í febrúar sl. en minniháttar breytingar hafa orðið á greiðslukjörum hjá einum sláturleyfishafa, SS, sem einnig felldi niður móttökugjöld á gripum fyrir nokkru, sendi því miður ekki tilkynningu þ.a.l. til LK. Þá hefur verðlíkan LK verið uppfært með nýjum fallþungatölum í einstökum flokkum og breyttum vaxtakjörum, en fjármagnskostnaður bænda vegna greiðslufrests er reiknaður sem meðaltal stýrivaxta og dráttarvaxta sem ákvarðast af Seðlabanka Íslands. SS hefur styrkt stöðu sína á toppi líkansins.