Beint í efni

Verðskrá yfir kjarnfóður hefur verið uppfærð

25.04.2006

Verð á kjarnfóðri hefur verið á hraðri uppleið að undanförnu. Lífland hækkar sína verðskrá frá og með deginum í dag um 6%. Verð þar hækkaði síðast 6. mars um 4% og dreifing um 5%. Þá hækkaði verð hjá Fóðurblöndunni 10. apríl sl. um 6%. Fyrirtækin tilgreina veikingu krónunnar sem helstu ástæðu hækkunarinnar. Uppfærða verðlista má sjá með því að smella hér.

Þess má svo geta að krónan styrktist í dag um ca. 1,8% gagnvart helstu gjaldmiðlum og stendur gengisvísitalan í 128,45 stigum við lok markaða.