Beint í efni

Verðskrá Yara og Áburðarverksmiðjunnar – beðið eftir Skeljungi

03.03.2010

Yara og Áburðarverksmiðjan hafa nú birt verðskrár og greiðslukjör á áburði. Með því að smella á nöfn fyrirtækjanna má komast í verðskrár þeirra. Verðskrá Skeljungs hefur ekki verið birt ennþá en undanfarin ár hefur félagið tengt áburðarverð við sterlingspund, sem hefur gefið talsvert eftir síðustu daga. Búvís reið á vaðið á dögunum með birtingu áburðarverðs á heimasíðu fyrirtækisins.