Verðskrá kjarnfóðurs á vef LK
03.01.2003
Nú geta bændur og aðrir áhugamenn um nautgriparækt nálgast upplýsingar um kjarnfóðurverð á vefnum (undir flipanum „Gagnlegar upplýsingar“). Undanfarin ár hefur notkun á kjarnfóðri aukist verulega hérlendis og því ljóst að kostnaður við kjarnfóður er orðinn stór hluti af útgjöldum kúabúa.
Með því að safna öllum upplýsingum um verð og gæði kjarnfóðurblandanna sem eru til sölu á Íslandi á vefinn, er bændum gert auðveldara fyrir að nálgast hagkvæmustu kaupin á hverjum tíma.
Smelltu hér til að sjá vefsíðuna með upplýsingum um kjarnfóður