Beint í efni

Verðskrá dýralyfja uppfærð

13.01.2010

Verðskrá dýralyfja hefur nú verið uppfærð, en sem kunnugt er hækkaði vsk. á lyfjum úr 24,5% í 25,5% um nýliðin áramót. Frá síðustu samantekt á lyfjaverði, í júní sl. hafa dýralyf hækkað í verði um 8,1% að jafnaði. Þar eru þó undantekningar ár, t.d. hefur Calci-kel hækkað um rúmlega 12%. Það er í takt við breytingar á verðskrárgengi, sem gefið er upp á heimasíðu Lyfjagreiðslunefndar.  

Eins og fram kemur á heimasíðu nefndarinnar, er álagning á dýralyf ekki frjáls og má heildsöluverð dýralyfja, m.vsk. ekki vera hærra en fram kemur í verðskránni.