Beint í efni

Verðskrá dýralyfja

01.10.2006

Í dag tekur gildi ný verðskrá fyrir dýralyf og gildir hún fyrir októbermánuð. Lausleg athugun á nokkrum lyfjum sýnir að verðbreytingar hafa ekki verið miklar frá því í maí. Heildsöluverð á Kalci-kel kalklausn hefur lækkað um 2%, fúkkalyf eins og Engemycin, Latocillin og Streptocillin hafa hækkað um 1-1,3%. Þá hefur Selenevit hækkað um 0,9%. Bændur eru hvattir til að bera þessar verðbreytingar saman við útsöluverð lyfja.