
Verðskrá BÍ vegna ráðstöfunar fjár vegna ullarnýtingar
14.01.2013
Þann 23. nóvember sl. staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra verklagsreglur Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum sama dag. Sunnudaginn 25. nóvember var auglýst eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar í Morgunblaðinu. Samið hefur verið við ÍSTEX um stuðning til söfnunar ullar. Fjármunum til ullarnýtingar skal ráðstafað þannig að a.m.k. 84% skulu greiðast beint til bænda. Skal fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember – 31. október samkvæmt verðskrá sem Bændasamtök Íslands hafa útbúið.
Að því er greiðslufyrirkomulag á greiðslum fyrir ullarnýtingu varðar, er gert ráð fyrir að ein greiðsla verði greidd þegar nóvember-desember framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 20. mars 2013. Síðan verði önnur greiðsla framkvæmd þegar janúar-mars framleiðslan er komin inn, eigi síðar en þann 1. júní 2013. Greitt verður 80% af áætluðu framlagi á kg ullar sem metið er á grundvelli þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar og áætlaðu framleiðslumagni Í lok framleiðsluársins þegar öll framleiðslan er komin inn, verður síðan framkvæmt uppgjör með svipuðum hætti og gert er gagnvart gæðastýringarálagi. Þá mun koma í ljós hver verður endanleg greiðsla á framleitt kg af hreinni ull.
Verðskrá - pdf
Frétt á saudfe.is um ullargreiðslur
Frétt á saudfe.is - Ullargreiðslur - viðbót
Að því er greiðslufyrirkomulag á greiðslum fyrir ullarnýtingu varðar, er gert ráð fyrir að ein greiðsla verði greidd þegar nóvember-desember framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 20. mars 2013. Síðan verði önnur greiðsla framkvæmd þegar janúar-mars framleiðslan er komin inn, eigi síðar en þann 1. júní 2013. Greitt verður 80% af áætluðu framlagi á kg ullar sem metið er á grundvelli þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar og áætlaðu framleiðslumagni Í lok framleiðsluársins þegar öll framleiðslan er komin inn, verður síðan framkvæmt uppgjör með svipuðum hætti og gert er gagnvart gæðastýringarálagi. Þá mun koma í ljós hver verður endanleg greiðsla á framleitt kg af hreinni ull.
Verðskrá - pdf
Frétt á saudfe.is um ullargreiðslur
Frétt á saudfe.is - Ullargreiðslur - viðbót