Beint í efni

Verðlisti kjarnfóðurs uppfærður

16.12.2016

Um mánaðarmótin hófst hrina lækkunar á verði kjarnfóðurs hér á landi, er SS reið á vaðið og lækkaði verðið hjá sér. Í kjölfarið kom verðlækkun hjá Landstólpa og svo fylgdu á eftir bæði Bústólpi, Fóðurblandan og Lífland. Verðlækkanirnar tóku gildi frá 1. – 5. desember og hittist þannig á að vegna uppfærslu á naut.is var ekki mögulegt að uppfæra hið sameiginlega yfirlit hér á vefnum yfir verðskrárnar. Það hefur hins vegar gerið gert núna og má því sjá og bera saman verð kjarnfóðurs hér á landi með einföldum hætti á ný.

 

Smelltu hér til þess að sjá sameiginlegt yfirlit yfir allar verðskrárnar/SS