Verðlistar Fóðurblöndunnar og Líflands hafa verið uppfærðir
16.10.2008
Eins og kunnugt er, hækkuðu Lífland hf og Fóðurblandan hf verð á kjarnfóðri um nýliðna helgi um 9-15%. Verðlistar þeirra hafa verið uppfærðir hér á síðunni. SS og Bústólpi hafa ekki boðað verðbreytingar.
Verð á „hefðbundnum“ blöndum hækkar um 12-14% en verð á fiskimjölslausum blöndum um 13-15%. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun verðs á 16%, hefðbundinni blöndu undanfarna 13 mánuði. Verðið hefur hækkað um 65,8% á rúmu ári.