Beint í efni

Verðlistar á kjarnfóðri uppfærðir

02.07.2008

Eins og kunnugt er, hækkuðu Lífland hf og Fóðurblandan hf verð á kjarnfóðri í nýliðnum júnímánuði um 5%. Samkvæmt upplýsingum frá Bústólpa ehf er ekki útilokað að verð hækki hjá þeim á næstunni, en engin ákvörðun hefur verið tekin þar að lútandi. Verðskrár fyrrnefndu fóðursalanna hafa verið uppfærðar og er að finna hér.

Allur samanburður við önnur lönd er erfiður um þessar mundir, þegar gengi krónunnar sveiflast eins og korktappi í stórsjó. Undirritaður var þó á ferð í Þýskalandi fyrir tæpum mánuði. Í Schleswig-Holstein voru kúabú sótt heim og þegar bændur voru spurðir hvað þeir greiddu fyrir kg af kjarnfóðri var svarið 23 evrusent á kg. Það þótti þýskum bændum dýrt.