Beint í efni

Verðlistar á kjarnfóðri uppfærðir

09.05.2011

Verðlistar á kjarnfóðri hafa nú verið uppfærðir hér á naut.is. Lífland hækkaði sem kunnugt er þann 3. maí sl. Þá hækkaði SS verð á kjarnfóðri 1. mars sl. Þykir Landssambandi kúabænda miður að félagið skuli ekki sjá sér fært að láta vita af verðbreytingum. Vonandi stendur það til bóta.

Verðlistarnir eru nú á Excel formi og er skjalið tvískipt, annars vegar með verðlistunum sjálfum og hins vegar með samanburði á hagstæðasta verði á 16% blöndum í lausu, án fiskimjöls.

 

Gildandi verðlistar á fóðri 9. maí 2011.

 

Upplýsingasíða naut.is um kjarnfóður.