Verðlíkan uppfært – flokkun og meðalþungi 2009
21.01.2010
Verðlíkan LK á nautakjöti hefur nú verið uppfært að teknu tilliti til breyttra vaxta, flokkunar og framleiðslu á árinu 2009. Þá hafa tveir sláturleyfishafar nýverið tekið upp gjaldtöku fyrir flutninga á gripum í sláturhús, SAH afurðir og Norðlenska. Innheimta þá allir sláturleyfishafar fyrir flutning, utan B Jensen, til þess fyrirtækis sjá bændur sjálfir um flutning. Þá hefur UN 1 M+ verið felldur út úr verðlíkaninu vegna þess hve lítið fer í þann flokk. Í töflunni hér að neðan er að finna yfirlit yfir framleiðslu í einstökum yfirflokkum nautgripakjöts á sl. ári. Þar má sjá að talsverðar breytingar hafa orðið á flokkuninni milli ára.
Um 15% færri gripir fara í UN úrval og tæplega 6% færri gripir í K1U, þrátt fyrir talsverða aukningu í slátrun ungnauta. Að mati LK rennir þetta enn frekari stoðum undir þá kenningu að flokkun gripa fari að talsverðu leyti eftir markaðsaðstæðum. Þá skal ítrekaður sá ágalli kjötmatsins, að 86% ungnauta falla í sama holdfyllingarflokkinn, UN 1.
Stykkjafjöldi | Framleiðsla í kg | Meðalþungi kg | |||||||
Flokkur | 2008 | 2009 | Breyting | 2008 | 2009 | Breyting | 2008 | 2009 | Breyting |
UK | 3.465 | 3.354 | -0,3% | 66.213 | 65.309 | -1,4% | 19,1 | 18,9 | -1,1% |
AK | 84 | 74 | -11,9% | 6.019 | 5.013 | -16,7% | 71,7 | 67,7 | -5,5% |
UN úrval | 1.071 | 909 | -15,1% | 296.885 | 254.901 | -14,1% | 277,2 | 280,4 | 1,2% |
UN 1 | 7.702 | 8.174 | 6,1% | 1.744.225 | 1.884.702 | 8,1% | 226,5 | 230,6 | 1,8% |
UN 2 | 402 | 412 | 2,5% | 56.292 | 61.756 | 9,7% | 140,0 | 149,9 | 7,0% |
N | – | 4 | – | – | 1.515 | – | – | 378,8 | – |
K 1 U | 1.543 | 1.455 | -5,7% | 315.281 | 295.931 | -6,1% | 204,3 | 203,4 | -0,5% |
K | 5.507 | 5.831 | 5,9% | 1.121.403 | 1.191.909 | 6,3% | 203,6 | 204,4 | 0,4% |
Alls | 19.774 | 20.313 | 2,7 | 3.606.318 | 3.761.036 | 4,3% |
Árið 2009 fóru 44 gripir í úrkast, 24 kálfar og 20 kýr. Heildarfjöldi gripa sem sendur var í sláturhús var því 20.357.
Reglugerð um gæðamat, merkingu og flokkun sláturafurða nr. 484/1998 er að finna hér.