Beint í efni

Verðlíkan nautakjöts uppfært – B. Jensen borgar best

07.04.2008

Verðlíkan nautakjöts hefur verið uppfært og er það að finna hér. Í því er tekið tillit til fyrirliggjandi verðlista sláturleyfishafa og nýrra stýrivaxta Seðlabankans frá því 25. mars sl. Sá sláturleyfishafi sem nú greiðir hæsta verðið er B. Jensen ehf á Akureyri.

Í líkaninu er reiknað verð á ákveðnu innleggi, 1 grip sem fer í UN 1 úrval A, 3 gripum sem fara í UN 1 A, einum UN 1 M+ grip, einni ungri kú sem fer í K 1U A, tveimur kúm í K 1 A, og einni kú í K 1 B. Þá er tekið tillit til greiðslukjara og þess tíma sem líður frá innleggi að greiðslu og upphæðin vaxtareiknuð þann tíma á meðaltali stýri- og dráttarvaxta Seðlabanka Íslands.