Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Verðlaun fyrir skólamjólkurmyndir

09.05.2006

Fjórðu bekkingar úr 48 grunnskólum í landinu sendu hátt í eitt þúsund myndir í teiknimyndasamkeppni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, tilkynnti 5. maí. sl. um tíu vinningshafa í samkeppninni og fá þeir hver um sig 25 þúsund kr. peningaverðlaun sem renna í bekkjarsjóði. Myndirnar tíu verða notaðar á plaköt og kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2006 á næsta hausti, þær eru aðgengilegar á vefnum www.skolamjolk.is. Verðlaunin verða afhent í skólunum á næstu dögum.

Í dómnefnd teiknimyndasamkeppninnar voru ásamt menntamálaráðherra, Einar Matthíasson, MS, Hildur Ósk Hafsteinsdóttir, skólamjólkurfulltrúi, Hólmgeir Karlsson, Norðurmjólk og Sigurður Mikaelsson, MS.