Beint í efni

Verðlaun fyrir skólamjólkurmyndir

09.05.2006

Fjórðu bekkingar úr 48 grunnskólum í landinu sendu hátt í eitt þúsund myndir í teiknimyndasamkeppni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, tilkynnti 5. maí. sl. um tíu vinningshafa í samkeppninni og fá þeir hver um sig 25 þúsund kr. peningaverðlaun sem renna í bekkjarsjóði. Myndirnar tíu verða notaðar á plaköt og kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins 2006 á næsta hausti, þær eru aðgengilegar á vefnum www.skolamjolk.is. Verðlaunin verða afhent í skólunum á næstu dögum.

Í dómnefnd teiknimyndasamkeppninnar voru ásamt menntamálaráðherra, Einar Matthíasson, MS, Hildur Ósk Hafsteinsdóttir, skólamjólkurfulltrúi, Hólmgeir Karlsson, Norðurmjólk og Sigurður Mikaelsson, MS.