
Verðlaun fyrir bestu hrútana
12.04.2010
Viðurkenning fyrir bestu hrúta sæðingastöðvanna var veitt á afmælisráðstefnu Landsamtaka sauðfjárbænda 9. apríl. Á síðasta ári hófu stöðvarnar að veita þessa viðurkenningu sem eru farandgripir og mikil listaverk eftir Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, styttur af hrúti.
Veittar eru tvær viðurkenningar, önnur fyrir besta lambaföðurinn á stöðvunum og féll hún í hlut félagsbúsins í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum og veitti Sigurður Sigurjónsson henni viðtöku.
Hin viðurkenningin er fyrir besta alhliða kynbótahrútinn og var hún að þessu sinni veitt fjárræktarbúi Landbúnaðarháskóla Íslands sem er á Hesti fyrir hrútinn Kveik 05-965. Eyjólfur Örnólfsson veitti þeirri viðurkenningu móttöku fyrir hönd LbhÍ. Um verðlaunahrútana má nánar fræðast í viðhengi sem hér fylgir þar sem afrekssaga þessara hrúta er rakin.
Myndir frá afhendingu verðlaunanna má sjá á myndavef Bændablaðsins.

Eyjólfur Örnólfsson frá LbhÍ og Sigurður Sigurjónsson frá Ytri-Skógum með verðlaunagripina góðu.
Veittar eru tvær viðurkenningar, önnur fyrir besta lambaföðurinn á stöðvunum og féll hún í hlut félagsbúsins í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum og veitti Sigurður Sigurjónsson henni viðtöku.
Hin viðurkenningin er fyrir besta alhliða kynbótahrútinn og var hún að þessu sinni veitt fjárræktarbúi Landbúnaðarháskóla Íslands sem er á Hesti fyrir hrútinn Kveik 05-965. Eyjólfur Örnólfsson veitti þeirri viðurkenningu móttöku fyrir hönd LbhÍ. Um verðlaunahrútana má nánar fræðast í viðhengi sem hér fylgir þar sem afrekssaga þessara hrúta er rakin.
Myndir frá afhendingu verðlaunanna má sjá á myndavef Bændablaðsins.

Eyjólfur Örnólfsson frá LbhÍ og Sigurður Sigurjónsson frá Ytri-Skógum með verðlaunagripina góðu.