
Verðlagsnefnd búvara 2022-2024 hefur verið skipuð
15.08.2022
Inn á vef Stjórnarráðs Íslands má nú finna upplýsingar um nýja verðlagsnefnd búvöru sem skipuð var í sumar og kemur til með að starfa árin 2022-2024.
Samkvæmt 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993 er það matvælaráðherra sem skipar verðlagsnefnd búvara. Tveir fulltrúar eru tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu. Ráðherra tilnefnir einn fulltrúa og er hann formaður nefndarinnar. Varamenn eru tilnefndir með sama hætti.
Í nefndinni eiga sæti:
Aðalmenn:
- Kolbeinn Hólmar Stefánsson, skipaður formaður án tilnefningar
- Herdís Magna Gunnarsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
- Reynir Þór Jónsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Elín Margrét Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði
- Pálmi Vilhjálmsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði
- Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
- Hrannar Már Gunnarsson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Varamenn:
- Elísabet Anna Jónsdóttir, skipuð varamaður formanns án tilnefningar
- Rafn Bergsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Hermann Ingi Gunnarsson, , tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Ásvaldur Þormóðsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði
- Þórunn Andrésdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði
- Björn Snæbjörnsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Einnig hefur ráðherra tilnefnt Hálfdán Óskarsson sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina og skal hann hafa tillögurétt.
Með nefndinni starfar Arnar Freyr Einarsson hagfræðingur í matvælaráðuneytinu.
Óskum við nefndinni velfarnaðar við störf sín en minnum jafnframt á mikilvægi þess að nefndin hefji störf sín sem fyrst.