Beint í efni

Verðlækkun hjá KS og KVH

30.09.2016

Frá og með 1. október tekur gildi ný verðskrá hjá Sláturhúsi KVH ehf og Kjötafurðastöð KS. Verð til kúabænda lækkar í öllum helstu flokkum. Flestir flokkar lækka um 10 krónur á kílóið, en bæði kvígu- og kýrkjöt lækkar um 15 krónur og gildir það um alla undirflokkana. Einungis kálfakjöt og alíkálfakjöt stendur í stað frá fyrri gildandi verðskrá.