
Verðlækkun á heimsmarkaðinum – jafnvægi að nást?
27.06.2017
Í liðinni viku var haldið uppboð mjólkurvara hjá GDT (Global Dairy Trade) og lækkaði heimsmarkaðsverð mjólkurvara á þeim markaði um 0,8%. Þetta var fyrsta lækkunin á markaðinum í nokkurn tíma og telja margir erlendir fréttamiðlar að niðurstaðan bendi til þess að jafnvægi sé nú að nást á heimsmarkaðinum.
Hvort það sé tilfellið er erfitt að segja til um með einhverri nákvæmni, enda hefur verið afar erfitt að segja fyrir um þróun heimsmarkaðsverðs mjólkurafurða undanfarin misseri. Sé horft til helstu framleiðslulanda heims má reyndar sjá að framleiðslan er enn að aukast, svo það gæti bent tilfrekari lækkunar heimsmarkaðsverðsins á komandi mánuðum samhliða auknu framboði.
Sem fyrr bendum við á einkar upplýsandi heimasíðu GDT: www.globaldairytrade.info/SS.