
Verðlækkun á áburði?
27.10.2016
Um þarsíðustu mánaðarmót hafði heimsmarkaðsverð á nítrati og urea lækkað um u.þ.b. 25% miðað við sama tíma árið 2015 og haldist þessi verðþróun veit það á gott fyrir bændur, enda eru þessi hráefni þungamiðjan í áburðarverðinu. Sem dæmi um áhrif verðlækkunarinnar þá hefur áburðarrisinn Yara þegar hafið sparnaðaraðgerðir til þess að mæta minni tekjum vegna lægra verðs á áburði.
Samhliða hefur svo hér á landi orðið veruleg styrking á gengi krónunnar svo þegar þetta fer saman, er vart annað að sjá í kortunum en lægra verð á áburði nú en í fyrra/SS.