Verðhækkun hjá SA-Hún
19.01.2006
Á morgun tekur gildi ný verðskrá hjá Sölufélagi A-Húnvetninga, en þeir hafa hækkað verð í flestum flokkum nautgripa. Eftir hækkunina greiða þeir hæsta verð í 15 flokkum, en það kemur í ljós á mánudag hvaða áhrif hækkanir undanfarinna daga hafa á reiknilíkan LK.
Smellið hér til að sjá nýjan verðlista sláturleyfishafa.