Beint í efni

Verðhækkun hjá KS og sláturhúsinu Hellu hf.

30.01.2007

Í gær tóku gildi nýjar verðskrár hjá sláturhúsi KS og á Hellu. Í verðlíkani LK er KS á toppnum og greiðir hæsta verð í velflestum flokkum nautgripakjöts, Hella og SS eru hnífjöfn í 2.-3. sæti.

Þá er einnig vert að geta þess að KS er hætt að greiða fyrir innmat og húðir, hefur fellt verðið á þeim inn í kjötverðið. Einnig er breytt símanúmer fyrirtækisins vegna pöntunar á slátrun, nýja númerið er 455 4523.