Beint í efni

Verðhækkun hjá KS og SAH afurðum ehf – verðlíkan uppfært

09.08.2006

KS hækkaði verð á flestum flokkum nautgripakjöts í lok júlí og er sem stendur í 2. sæti verðlíkans LK. Þá hækkaði SAH afurðir ehf verð þann 4. ágúst sl. Er fyrirtækið í 6. sæti verðlíkansins. Vegna hækkaðra stýri- (13%) og dráttarvaxta (23,5%), hefur frádráttur vegna greiðslukjara hækkað lítillega frá síðustu uppfærslu líkansins.