Beint í efni

Verðhækkun hjá Hellu, breytingar hjá SS

17.10.2005

Sláturhúsið Hellu hf. hækkaði afurðaverð sitt þann 14. október síðastliðinn, og greiðir nú hæsta verð í 29 flokkum. Einnig trónir Hella á toppi reiknilíkans LK.

Þá hefur stjórn Sláturfélags Suðurlands tekið þá ákvörðun að greiða 3% uppbót á afurðaverð til þeirra sem leggja inn afurðir samanlagt að andvirði kr. 100.000,- eða meira á árinu 2005.

Þetta verður reikningsfært þann 31. desember 2005 og greitt út þann 16. janúar 2006. Þar sem SS borgar ekki þessa uppbótargreiðslu fyrr en þá verma þeir annað sætið á reiknilíkaninu.

 

Smelltu hér til að sjá nýjan verðlista sláturleyfishafa.

 

Smelltu hér til að sjá nýuppfært reiknilíkan LK.