Verðhækkun á kjarnfóðri hjá Bústólpa – samanburður á 16% blöndum
08.06.2009
Bústólpi ehf á Akureyri hækkaði verð á kjarnfóðri þann 28. maí sl. um 4-12% eftir tegundum. Minnst hækkun var á Lágpróteinblöndu, 4%, DK-16 hækkaði um 6%, loðnumjölskögglar um 12% og aðrar blöndur hækkuðu um 5%. Nýjustu verðlistana má sjá hér.
Eftir síðustu hækknanir er ódýrasta 16% jurtapróteinblandan Malko lac græs frá SS, Sparnyt 16 frá Líflandi hf er dýrust eins og sjá má í töflunni hér að neðan.
Tegund | Verð, kr/tonn með magn- og staðgreiðsluafslætti |
Malko lac græs, SS | 55.201 |
DK-16, Fóðurblandan hf | 55.619 |
DK-16, Bústólpi | 56.245 |
Sparnyt 16, Lífland | 57.004 |