
Verðhækkun á fóðri
01.04.2008
Þann 3. apríl mun allt fóður hjá Fóðurblöndunni hækka um 12-21% vegna mikilla hækkana á innfluttum hráefnum til fóðurgerðar og vegna gengissigs. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að frá 25. október 2007 hafi gengi evru hækkað um 37,5% og kostnaðarverð á hráefnum til fóðurgerðar hækkað um 10 – 15% í erlendri mynt á sama tíma. Fóðurblandan segir að á sama tíma hafi fóður hækkað um 13% hjá fyrirtækinu.
Í gær tilkynnti Lífland að vegna áframhaldandi hækkana á verði hráefna erlendis auk mikillar veikingar íslensku krónunnar væri fyrirsjáanleg hækkun á verði kjarnfóðurs á næstunni. Nánari upplýsingar um hversu miklar breytingar væru í burðarliðnum yrðu hins vegar ekki gefnar fyrr en á næstu dögum.