Verðbreytingar hjá sláturleyfishöfum
10.03.2005
Í gær hækkaði Kaupfélag Króksfjarðar verð á helstu flokkum nautgripakjöts. Eftir breytingarnar eru verð mun jafnari á milli aðila en þau hafa verið nokkuð lengi. Þó virðast verð eins sláturleyfishafa enn sitja nokkuð eftir miðað við aðra. Kúabændur eru enn á ný hvattir til að kynna sér vel hvaða verð, flutningskostnað og greiðslukjör eru í gangi áður en ákvörðun er tekin um hvar slátra skuli. Smelltu hér til að skoða verð sláturleyfishafa.