Beint í efni

Verðbreytingar hjá SAH afurðum – verðlíkan nautakjöts uppfært

08.11.2006

Þann 3. nóvember sl. tók gildi ný verðskrá nautgripakjöts hjá SAH afurðum ehf. Hana má sjá með því að smella hér, greiðir fyrirtækið nú hæsta verð í 18 flokkum nautgripakjöts. Þá hefur verðlíkan LK einnig verið uppfært, svo og ýmsar forsendur þess. Tölur um framleiðslu og fallþunga eru nú frá tímabilinu 1.9.2005 til 31.8.2006, stýrivextir hafa verið leiðréttir og gripafjöldi í einstökum flokkum uppfærður, svo líkanið gefi sem réttasta mynd af markaðinum.

 Verðlíkanið stendur nú undir 81% af nautakjötsframleiðslunni hér á landi, eins og hún hefur verið undanfarið ár.