
Verðbreytingar á kjöti langt undir hækkun vísitölu neysluverðs
12.08.2004
Hagstofa Íslands heldur utan um verðbreytingar á kjöti til neytenda og samkvæmt nýjum tölum fyrir ágúst kemur í ljós að ef litið er til verðbreytinga á öllu kjöti hérlendis sl. 2 ár, þá hefur kjöt til neytenda hækkað að jafnaði um 0,3% en vísitala neysluverðs hinsvegar hækkað um 5,3%. Á þessum tíma hefur nautakjöt (nýtt eða frosið) hækkað um 1,4%.
Skýring á þessu felst fyrst og fremst í miklu verðfalli sem varð vegna offramboðs á svína- og alífuglakjöti fyrir 2 árum, sem leiddi til þess að verðhækkanir urðu mun minni á öðru kjöti en á vísitölu neysluverðs.
Sl. ár (september 2003 til ágúst 2004) hefur hinsvegar verð til neytenda hækkað umfram vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3%, en „vísitala“ nautgriipakjöts um 9,8%. Á sama tíma hækkaði verð til nautgripabænda um tæp 5%. Í byrjun ágúst hækkaði verð frá sláturleyfshöfum til nautgripabænda og ef tekið er mið af þeirri verðhækkun nemur hækkun til nautgripabænda sl. 12 mánuði um 11%, en rétt er að taka fram að hugsanlegt er að áhrif vegna þessa eigi eftir að koma fram í tölum frá Hagstofunni í byrjun september.
Nánari upplýsingar um verþróun annarra kjöttegunda veitir Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Bændasamtaka Íslands.
verðbreytingar annarra kjöttegundaen nautgripakjöts