Beint í efni

Verðbreytingar á fóðri hjá Bústólpa 1. september

03.09.2009

Þann 28. ágúst sl. barst eftirfarandi tilkynning frá Bústólpa ehf.:

 

„Verðbreyting verður á fóðri hjá Bústólpa 1. september n.k. Einungis er um að ræða hækkun á sumum af fóðurvörum fyrirtækisins og er hækkunin mest 3,5%. Frá sama tíma hækkar staðgreiðsluafsláttur úr 4% í 5% og er því um raunlækkun að ræða á sumum fóðurtegundum fyrir þá sem nýta sér staðgreiðslu. Þannig hækkar verð á algengustu tegundum af kúafóðri ekkert en mest er hækkunin á fuglafóðri 3,5%.

Þessi verðbreyting nú er mjög hófleg og endurspeglar einungis hluta af þeirri hækkunarþörf sem nú er til staðar sökum veikrar stöðu krónunnar og verðs á hráefnum. Verð á nokkrum af megin hráefnunum eins og byggi og hveiti hefur þó verið að lækka á heimsmarkaði nú sem gefur góða von. Verð á aðal próteingjöfunum, fiskimjöli og sojamjöli, er hinsvegar mjög hátt.

Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri í síma 460 3350″

Verðlistar á kjarnfóðri hafa nú verið uppfærðir vegna hækkana hjá öllum fóðursölum undanfarnar vikur og er þá að finna hér.