Beint í efni

Verðbreytingar á áburði í Danmörku

29.01.2008

Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild dönsku bændasamtakanna hefur áburðarverð hækkað nokkuð síðastliðna 12 mánuði. Verðbreytingar á helstu áburðarefnum og algengum áburðarblöndum nema á bilinu 2-33%. Þetta eru ekki jafn miklar hækkanir og íslenskir áburðarsalar hafa gefið í skyn hér á landi en eins og kunnugt er hafa þeir ekki enn birt verð á áburði til bænda í ár. Einkum er um kennt slæmri stöðu á heimsmarkaði en mikil eftirspurn og skortur á ýmsum áburðarefnum hefur haft áhrif til verðhækkunar.

Eftirfarandi verðbreytingar voru á tímabilinu janúar 2007 til loka desember 2007 á dönskum áburðarmarkaði:
Kalksaltpétur: 18,7% hækkun
Nitro-star köfnunarefnisáburður: 14,4% hækkun
Þvagefni: 17,3% hækkun.
Ammóníumnítrat-34: 6,4% hækkun
Fljótandi ammoníak: 33,4% hækkun
Þrífosfat: 2% hækkun.
Kalí: 16% hækkun
Þrígildur áburður 14-3-15 (Mg, S, B, Cu): 20,5% hækkun.
Þrígildur áburður 21-3-10 (Mg, S): 13,2% hækkun
Þrígildur áburður 23-3-7 (NPK): 5% hækkun.

Nánari upplýsingar um tölfræði frá dönsku bændasamtökunum má skoða í heftinu Statistik Nyt - PDF. Þar er fjallað um verðþróun almennt í landbúnaði, m.a. á bújörðum, fóðri og áburði.