Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Verðbreytingar á áburði í Danmörku

29.01.2008

Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild dönsku bændasamtakanna hefur áburðarverð hækkað nokkuð síðastliðna 12 mánuði. Verðbreytingar á helstu áburðarefnum og algengum áburðarblöndum nema á bilinu 2-33%. Þetta eru ekki jafn miklar hækkanir og íslenskir áburðarsalar hafa gefið í skyn hér á landi en eins og kunnugt er hafa þeir ekki enn birt verð á áburði til bænda í ár. Einkum er um kennt slæmri stöðu á heimsmarkaði en mikil eftirspurn og skortur á ýmsum áburðarefnum hefur haft áhrif til verðhækkunar.

Eftirfarandi verðbreytingar voru á tímabilinu janúar 2007 til loka desember 2007 á dönskum áburðarmarkaði:
Kalksaltpétur: 18,7% hækkun
Nitro-star köfnunarefnisáburður: 14,4% hækkun
Þvagefni: 17,3% hækkun.
Ammóníumnítrat-34: 6,4% hækkun
Fljótandi ammoníak: 33,4% hækkun
Þrífosfat: 2% hækkun.
Kalí: 16% hækkun
Þrígildur áburður 14-3-15 (Mg, S, B, Cu): 20,5% hækkun.
Þrígildur áburður 21-3-10 (Mg, S): 13,2% hækkun
Þrígildur áburður 23-3-7 (NPK): 5% hækkun.

Nánari upplýsingar um tölfræði frá dönsku bændasamtökunum má skoða í heftinu Statistik Nyt - PDF. Þar er fjallað um verðþróun almennt í landbúnaði, m.a. á bújörðum, fóðri og áburði.