Beint í efni

Verðbólga mælist 8,7% en innlendar landbúnaðarvörur lækka á milli mánaða

28.03.2008

Í nýrri vísitölu neysluverðs fyrir marsmánuð kemur fram hækkun um 1,47% sem þýðir að sl. 12 mánuði mælist verðbólga 8,7% í landinu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 6,4% á sama tíma. Verðbólga hér á landi hefur ekki verið jafn mikil frá því í mars 2002 þegar hún mældist einnig 8,7%. Í janúarmánuði 2002 mældist verðbólgan 9,4% og 8,9% í febrúar 2002.

Kjöt lækkaði um 1,39%
Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,35 og áhrif á vísitölu eru 0,04 prósentustig. Mest hækkaði verð á brauði og kornvörum eða um 2,47%. Fiskur hækkaði um 1,79% og sykur, súkkulaði og sælgæti hækkaði um 1,62%. Kjöt lækkaði um 1,39% sem hafði áhrif til lækkunar um 0,04 prósentustig. Mjólk ostar og egg lækkuðu um 0,08% og grænmeti og kartöflur um 1,32%. Meðfylgjandi tafla sýnir breytingar helstu matvöruliða frá fyrra mánuði.

 

mars

 

 

Breyting frá síðasta mánuði, %

Áhrif á vísitölu, %

Vísitala neysluverðs

1,47

1,47

Matur og drykkjarvörur

0,35

0,04

Matur

0,4

0,05

Brauð og kornvörur

2,47

0,05

Kjöt

-1,39

-0,04

Fiskur

1,79

0,01

Mjólk, ostar og egg

-0,08

0

Olíur og feitmeti

0,9

0

Ávextir

0,01

0

Grænmeti, kartöflur o.fl.

-1,32

-0,01

Sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl.

1,62

0,02

Aðrar matvörur

2

0,02

Drykkjarvörur

-0,13

0


Hækkanir raktar til innfluttra vara
Hækkanir á vísitölu neysluverðs má einkum rekja til hækkana á innfluttum vörum, s.s. bílum, bensíni, fötum og skóm. Kostnaður vegna reksturs eigin bifreiðar jókst um 3,1% (vísitöluáhrif 0,45%). Þar af hækkaði verð á nýjum bílum um 2,9% (0,18%) og á bensíni og olíum um 5,0% (0,25%). Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% (0,26%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,1% (0,22%), þar af voru 0,15% áhrif vegna hærri raunvaxta og 0,07% vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis.
/EB