Verða íslenskar kýr bara innblástur fyrir listamenn?
23.03.2012
Á aðalfundi Landssambands kúabænda í dag hélt Magnús B. Jónsson, landsráðunautur í nautgriparækt, erindi um stöðu og horfur í kynbótastarfi nautgriparæktar hér á landi. Magnús ræddi m.a. um árangur ræktunarstarfsins síðustu 30 ár, erfðaframfarir í stofninum og fleira. Fram kom m.a. að erfðaframfarirnar hefðu getað verið meiri hér á landi ef heimanautanotkun væri minni en raun ber vitni um.
Í lok síns fróðlega erindis sagði Magnús það vera í höndum samfélagsins hvort framtíð íslenska kúakynsins verði sem framleiðslukyn fyrir íslenskan landbúnað og samfélagið í heild eða verði varðveitt sem innblástur fyrir listamenn framtíðarinnar!
Hið fróðlega erindi má lesa með því að smella hér (pdf skjal)/SS.