Verð til kúabænda hækka hjá fleiri sláturleyfishöfum
04.10.2004
Í morgun hækkaði Sláturhúsið Hellu hf. verð á nautgripaafurðum til bænda um allt að 5,8% og hafa því tveir af þremur stærstu sláturleyfishöfunum hækkað verð sín til kúabænda. Sláturhúsin á Suðurlandi greiða nú mun hærri verð til bænda en önnur sláturhús á landinu og eru bændur landsins hvattir til að kynna sér vel bæði verð og greiðslukjör sláturhúsanna áður en ákvörðun er tekin um slátrun.
Smelltu hér til að skoða gildandi verðlista sláturleyfishafa