Verð sláturleyfishafa í maí á vefnum
03.05.2002
Nú er komið nýtt yfirlit yfir verð sláturleyfishafa á vefnum. Litlar breytingar hafa orðið á verðum allt þetta ár en þó eitthvað um tilfærslur á milli flokka.
Norðlenska hefur nú bætt við verðflokki með holdanaut, UN Ú C – holdanaut, en í dag eru aðrir ekki með þennan verðflokk.
Athygli vekur að nokkur munur er á milli sláturleyfishafa hvaða verðflokka þeir bjóða upp á og vantar víða t.d. M+ flokkinn.
Þess er vænst að einhverjar verðbreytingar verði um miðjan maí.
Nánar má lesa um verð sláturleyfishafa á síðunni undir Kjötframleiðslu