Beint í efni

Verð fyrir mjólk umfram greiðslumark frá 1. apríl 2021

01.04.2021

Stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum 30. mars 2021 að verð fyrir mjólk umfram greiðslumark yrði kr. 25.- frá 1. apríl 2021. Þetta kemur til vegna betri skilaverða í útflutningi. Út frá þessu verði verður síðan reiknað gæðaálag, verðfellingar og efnainnihald.

Uppbætur verða svo greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram, ef tilefni gefur til.