Beint í efni

Verð á umframmjólk frá 1. júlí 2010

02.07.2010

Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið að verð á mjólk sem framleidd er umfram greiðslumark á yfirstandandi verðlagsári, verði sem hér segir frá 1. júlí 2010.

 

Greitt verði fyrir umframmjólk (mjólk umfram greiðslumark), sem er ígildi 1,5% af 16 mánaða greiðslumarki hvers og eins kr. 40,- á lítra. Allir greiðslumarkshafar hafa hlutfallslega sama rétt til að framleiða þessa mjólk.
Greitt verði fyrir umframmjólk umfram þessi 1,5%, ígildi markaðstekna á alþjóðamarkaði að frádregnum vinnslukostnaði. Upphæð fyrir þennan hluta umframmjólkur verður 30,- kr. á lítra.
Verðákvörðun þessi gildir til loka ársins.

 

Heimild: www.audhumla.is