Beint í efni

Verð á nokkrum hráefnum til fóðurgerðar

10.05.2010

Verð á nokkrum hráefnum til fóðurgerðar á Matif markaði í París og Liffe í London, m.v. afhendingu í nóvember n.k. er nú sem hér segir samkvæmt heimasíðu Euronext:

 

 

 

Tegund Verð € pr. tonn Verð ISK pr. tonn
Maís 144,50 23.819
Fóðurhveiti 107,75* 20.460
Maltbygg 155,00 25.550
Repjufræ 304,75 50.235

*Verð á hveiti er í sterlingspundum

 

Taka skal fram að miðað er við sölugengi Seðlabanka Íslands á evru sem í dag er 164,84 kr og gengi punds er 189,88. Einnig skal taka fram að maltbygg er jafnan talsvert dýrara en fóðurbygg. Þá á eftir að taka flutningskostnað til landsins með í reikninginn.