Verð á nokkrum aðföngum í Danmörku
05.01.2007
Á heimasíðu Fødevareøkonomisk Institut í Danmörku er að finna verð á ýmsum aðföngum til búvöruframleiðslu. Þar kemur fram að í nóvember 2006 var verð ýmissa aðfanga sem hér segir (m.v. gengi DKK 30.11.06 12,08). Verð er í íslenskum krónum pr. tonn nema annað sé tekið fram.
Aðfang | Verð pr. tonn í ISK |
Áburður (21-3-10 + Mg, B, S) | 23.314 |
Fóðurbygg | 12.080 |
Fóðurhveiti | 11.597 |
Kúafóðurblöndur, lágprótein | 16.429 |
Kúafóðurblöndur, háprótein | 17.516 |
Díselolía (kr/1000 L) | 49.371 |
Smurolía (kr/100 L) | 23.979 |
Laun, kr/klst | 1.664 |