Verð á nautgripakjöti til bænda í október
03.10.2001
Nýr verðlisti er nú kominn á vefinn undir „markaðsmál“. Verð sláturleyfishafa eru nú einsleitari en fyrr á þessu ári og virðist komið jafnvægi á milli sláturleyfishafa. Samkvæmt upplýsingum frá sláturleyfishöfum er bið eftir slátrun gripa í lágmarki og eru sum sláturhús jafnvel í þeirri stöðu að þurfa að sækja gripi langt að, til að geta staðið við samninga við kjötvinnslur um afgreiðslu á nautgripakjöti.
Nýja verðskráin var tekin saman dagana 2.-3. október og er birt með fyrirvara um prentvillur.
Smelltu hér til að sjá verðlista.