Beint í efni

Verð á nautakjöti lækkar verulega hjá Norðlenska

11.01.2002

Samkvæmt nýju yfirliti LK um verð á nautakjöti til bænda, kemur fram að Norðlenska hefur lækkað verulega verðin frá síðasta yfirliti. Verð á ýmsum UN flokkum hefur verið lækkað, sem og kvígukjöt. Lélegri flokkar af kýrkjöti hafa ennfremur lækkað og allir flokkar af kálfakjöti. Norðlenska hefur jafnframt hækkað einn verðflokk, en verð á holdanautum hefur hækkað á milli mánaða.

 

Samkvæmt sama yfirliti kemur fram að ef tekið er mið af öllum verðflokkum fyrir nautakjöt er lægsta verðið oftast að finna hjá Norðlenska en hæsta verðið oftast að finna hjá SS.

 

Nánar er hægt að lesa um verð á nautakjöti á markaðssíðu LK.