Beint í efni

Verð á mjólkurvörum hækkar EKKI um áramótin

04.01.2007

Verð á mjólk og mjólkurvörum hækkar ekki núna um áramótin. Kúabændur og mjólkuriðnaðurinn hafa tekið á sig verðstöðvun á mjólkurvörum í heildsölu út þetta ár. Heildsöluverð á þessum vörum hefur haldist óbreytt síðan 1. janúar 2006 en þá hækkaði það í fyrsta skipti síðan 1. janúar 2003. Það er því ljóst að framlag mjólkurframleiðenda og -vinnslu til að halda verðlagi stöðugu er mjög mikið.