Beint í efni

Verð á mjólkurkvóta í Hollandi nær hæstu hæðum

28.01.2005

Nú í byrjun janúar greiddu hollenskir kúabændur um 180 krónur fyrir mjólkurkvótalítrann, sem er gríðarlega hátt verð ef tekið er mið af því mjólkurverði sem hollenskir kúabændur fá. Kvótinn er þannig að leggja sig á rúmlega sjöföldu gengi mjólkurverðs, en afurðastöðvaverð í Hollandi er um 25 kr/lítrann og er með því hæsta í Evrópusambandinu.